fbpx
922726_10151573806349650_93682419_n

Sigur á Subway-mótinu á nesinu

Meistaraflokkur kvenna tók um liðna helgi þátt í æfingamóti Gróttu og Subway.  Leikið var fimmtudag, föstudag og laugardag.  Þátttakendurnir á mótinu ásamt Gróttu og FRAM voru Fylkir og HK.

Grótta – FRAM                  Fimmtudagur 5. september 2013

FRAM byrjaði leikinn af krafti og komst í þægilega stöðu snemma leiks.  FRAM hafði skorað 11 mörk gegn 5 mörkum Gróttueftir um 20 mínútna leik.  Staðan í hálfleik var síðan 17 – 7.  Liðið lék frábæra vörn í þessum fyrri hálfleik og skoraði töluvert úr hraðaupphlaupum.  Í seinni hálfleik fór hins vegar allt í baklás.  Grótta minkaði muninn hægt og rólega og komst næst FRAM 20 – 17 þegar um 10 mínútur voru til leiksloka.  FRAM hélt þó út og sigraði að lokum 25 – 21.

Mjög góður fyrri hálfleikur en allt of mikið slakað á í seinni hálfleik og lá við að sigurinn yrði í hættu.

Mörk FRAM skoruðu:     Steinunn Björnsdóttir 7, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 6, Hekla Rún Ámundadóttir 4, Hafdís Iura 2, Marthe Sördal 2, Ragnheiður Júlíusdóttir 1, Karólína Vilborg Torfadóttir 1, Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 og Kristín Helgadóttir 1.

Í markinu stóð Sunneva Einarsdóttir og varði 14 skot.

FRAM – Fylkir                     Föstudagur 6. september 2013

Það var eins og FRAM stúlkur héldu í upphafi leiks að hlutirnir myndu koma af sjálfu sér en það gerir það klárlega ekki.   Fylkir var yfir lengi vel í fyrri hálfleik.  Þegar 20 mínútur voru liðnar af leiknum var FRAM undir 7 – 8.  Stúlkurnar náðu þó að spýta í lófana í lok fyrri hálfleiks og FRAM leiddi í hálfleik 14 – 11.  FRAM hélt síðan naumri forystu allan seinni hálfleikinn og lauk leiknum með sigri FRAM 25 – 24.  Naumara mátti það þó ekki vera þar sem Fylkir var í sókn síðustu sekúntur leiksins.

Leikur sem sýnir að það þarf að hafa fyrir öllum sigrum og byrja alla leiki af krafti frá fyrst mínútu.

Mörk FRAM skoruðu:     Steinunn Björnsdóttir 7, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 5, Hekla Rún Ámundadóttir 4, Ragnheiður Júlíusdóttir 4, Ásta Birna Gunnarsdóttir 4 og Kristín Helgadóttir 1.

Í markinu stóð Sunneva Einarsdóttir og varði 13 skot.

HK – FRAM                         Laugardagur 7. september 2013

HK byrjaði betur í leiknum og hafði forystu í upphafi.  FRAM náði þó fljótlega undirtökum í leiknum með góðum varnarleik.  Staðn í hálfleik var 16 – 10 FRAM í vil.  Þessi munur hélst að mestu óbreyttur það sem eftir lifði leiks og FRAM stóð uppi sem sigurvegari 22 – 18. Nokkuð þægilegur sigur eftir erfiða byrjun þó að HK væri aldrei langt undan og þaðmátti því aldrei slaka neitt á.

Mörk FRAM skoruðu:     Ásta Birna Gunnarsdóttir 5, Hekla Rún Ámundadóttir 4, Hafdís Iura 4, Kristín Helgadóttir 4, Sigurbjörg Jóhannesdóttir 3 og Ragnheiður Júlíusdóttir 2.

Í markinu stóð Hildur Gunnarsdóttir og varði 17 skot.

Sigurvegari og besti leikmaður

FRAM stóð því uppi sem sigurvegari á mótinu sem Subway-meistari 2013.

Steinunn Björnsdóttir var síðan valin best maður mótsins.  Hún var virkilega vel að því kominn.  Stóð vörnina vel alla leikina og var einnig öflug í sóknarleiknum í fyrstu tveimur leikjunum.

Fréttaritari FRAM á Seltjarnarnesinu.

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!