fbpx
Fram-Valur-bikar-SJ4

Stelpurnar á fullu í Rvk-móti.

Reykjavíkurmóti kvenna 2013.

 Þó að lítið hafi farið fyrir umfjöllun um Reykjavíkurmót kvenna í handbolta stendur það nú yfir.  Einungis fjögur lið eru skráð til leiks, en það er auk FRAM, Fylkir, Fjölnir og Víkingur.  Það vekur athygli að lið Vals tekur ekki þátt í mótinu.

FRAM hefur nú leikið tvo leiki í mótinu:

FRAM lék við Víking 3. september s.l.  og er skemmst frá því að segja að sá leikur var aldrei spennandi.  FRAM var yfir 21 – 6 í hálfleik og sigraði 43 – 12.  Það var því um algera einstefnu að ræða í leiknum eins og í raun mátti gera ráð fyrir.

Markahæstar hjá FRAM voru:  Ragnheiður Júlíusdóttir 11 mörk, Marthe Sördal 9 mörk og Steinunn Björnsdóttir 6 mörk.

FRAM lék síðan í kvöld við Fjölni.  Það var eins og leikurinn við Víking, ójafn leikur.  Staðan í hálfleik 17 – 5.  Lokatölur urðu síðan 33 – 13.  FRAM stóð þar lengst af í vörn og beið eftir að Fjölnir langar sóknir lengst af og eða tapaði boltanum.  Það sáust þó ágætis tilþrif í leiknum og yngri leikmenn fengu að spreyta sig.

Markahæstar hjá FRAM í kvöld voru:      Hekla Rún Ámundadóttir 8, Ragnheiður Júlíusdóttir 5, Sigurbjörg Jóhannsdóttir og Steinunn Björnsdóttir 4.

Næsti leikur Fylkir – FRAM á morgun miðvikudaginn 11. september 2013

Það er stutt á milli leikja núna.  Næsti leikur FRAM í Reykjavíkurmótinu sem jafnframt er sá síðasti er á morgun, miðvikudaginn 11. september 2013, á móti Fylki í Fylkishöllinni í Árbænum og hefst kl. 18:00.

Fylkir er búinn að vinna Fjölni stórt og það má einnig gera ráð fyrir að Fylkir vinni Víking stórt í þeirra leik sem er eftir.

Leikurinn á morgun er því í raun úrslitaleikur á Reykjavíkurmótinu í ár.  Miðað við leikinn við Fylki á Subway mótinu um helgina verður ekkert gefið eftir í þessum leik.

Það verður því að hvetja alla FRAMara til að mæta á leikinn á morgun.

gþj

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0