fbpx
Fram-Valur-bikar-SJ4

Stelpurnar á fullu í Rvk-móti.

Reykjavíkurmóti kvenna 2013.

 Þó að lítið hafi farið fyrir umfjöllun um Reykjavíkurmót kvenna í handbolta stendur það nú yfir.  Einungis fjögur lið eru skráð til leiks, en það er auk FRAM, Fylkir, Fjölnir og Víkingur.  Það vekur athygli að lið Vals tekur ekki þátt í mótinu.

FRAM hefur nú leikið tvo leiki í mótinu:

FRAM lék við Víking 3. september s.l.  og er skemmst frá því að segja að sá leikur var aldrei spennandi.  FRAM var yfir 21 – 6 í hálfleik og sigraði 43 – 12.  Það var því um algera einstefnu að ræða í leiknum eins og í raun mátti gera ráð fyrir.

Markahæstar hjá FRAM voru:  Ragnheiður Júlíusdóttir 11 mörk, Marthe Sördal 9 mörk og Steinunn Björnsdóttir 6 mörk.

FRAM lék síðan í kvöld við Fjölni.  Það var eins og leikurinn við Víking, ójafn leikur.  Staðan í hálfleik 17 – 5.  Lokatölur urðu síðan 33 – 13.  FRAM stóð þar lengst af í vörn og beið eftir að Fjölnir langar sóknir lengst af og eða tapaði boltanum.  Það sáust þó ágætis tilþrif í leiknum og yngri leikmenn fengu að spreyta sig.

Markahæstar hjá FRAM í kvöld voru:      Hekla Rún Ámundadóttir 8, Ragnheiður Júlíusdóttir 5, Sigurbjörg Jóhannsdóttir og Steinunn Björnsdóttir 4.

Næsti leikur Fylkir – FRAM á morgun miðvikudaginn 11. september 2013

Það er stutt á milli leikja núna.  Næsti leikur FRAM í Reykjavíkurmótinu sem jafnframt er sá síðasti er á morgun, miðvikudaginn 11. september 2013, á móti Fylki í Fylkishöllinni í Árbænum og hefst kl. 18:00.

Fylkir er búinn að vinna Fjölni stórt og það má einnig gera ráð fyrir að Fylkir vinni Víking stórt í þeirra leik sem er eftir.

Leikurinn á morgun er því í raun úrslitaleikur á Reykjavíkurmótinu í ár.  Miðað við leikinn við Fylki á Subway mótinu um helgina verður ekkert gefið eftir í þessum leik.

Það verður því að hvetja alla FRAMara til að mæta á leikinn á morgun.

gþj

 

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!