FRAM hafði betur gegn Víkingi, 25-24, í lokaleik sínum á Reykjavíkurmóti karla í handknattleik og ljúka væntanlega leik í öðru sæti mótsins.
FRAMarar höfðu yfirhöndina allan leikinn, en rétt undir lokin fengu Víkingar kjörið tækifæri til að jafna metin, komust í gott færi marki undir en áttu skot framhjá marki FRAM.
Víkingur:
Brynjar Loftsson 13, Arnar Theódórsson 5, Ásgeir Kristinsson 4, Egill Björgvinsson 3, Jónatan Magnússon 2, Hlynur Matthíasson 1, Jónas Hafsteinsson 1, Bjarki V. Halldórsson 1.
FRAM:
Ólafur Magnússon 8, Stefán B Stefánsson 5, Ari Arnalds 3, Lúðvík Arnkellsson 3, Guðmundur Birgir 2, Hlynur D Birgisson 1, Gísli Gíslason 1, Guðjón A Jónsson 1, Arnór R Gíslason 1
Þar með hafa okkar menn lokið þátttöku á Reykjavíkurmótinu þetta árið og sennilegt að við lendum í 2. sæti með átta stig. Valur hefur 7 stig og á inni leik gegn Víkingum.
Áfram FRAM