Foreldrafundur yngri flokkanna í handboltanum hjá FRAM verður haldinn í FRAMheimilinu í Safamýri þriðjudaginn 17.september klukkan 20.00. Foreldrar og forráðamenn allra iðkenda 2.-5.flokks (fædd 2001 – 1995 (strákar ´93)) eru velkomnir og hvattir til að mæta.
Dagskrá fundarins:
– Kynning á starfinu og þjálfurum í vetur
– Heimaleikir og mót
– Umfjöllun um utanlandsferðir 2014
– Kaffihlé
– Skipt upp í flokka og fundir með þjálfurum
Við vonum að foreldrar og forráðamenn sjái sér sem flestir fært að mæta.