fbpx

Íbúafundir um þróun hverfa í Reykjavík

SAMRÁÐ UM ÞRÓUN HVERFA Í REYKJAVIK

Íbúafundir verða haldnir í átta borgarhlutum Reykjavíkur á næstu vikum þar sem hafist verður handa við þróun hverfa borgarinnar. Hér er um nýbreytni í skipulagsmálum að ræða undir heitinu hverfisskipulag sem hvílir á markmiðum um heilsu, öryggi og vistvænt umhverfi borgarbúa sem sett eru í aðalskipulagi Reykjavíkur.

Hverfisskipulagið felst m.a. í því að rækta staðaranda hverfanna og þróa þau í átt að sjálfbærum einingum, með það að markmiði að bæta heilsu, öryggi og vellíðan íbúa.

Fundirnir verða haldnir núna í september og þar gefst íbúum tækifæri á að hafa áhrif strax í upphafi hverfisskipulagsvinnunnar.

Á fundunum verður m.a. leitast við að svara spurningum eins og: Hvar væri best að hafa verslun og þjónustu innan hverfisins? Hvar eru góð opin græn svæði og hver má bæta? Hvar er möguleiki á þéttingu byggðar? Hvernig er hægt að bæta göngu- og hjólaleiðir barna í skóla eða fullorðinna í vinnu? Hvernig er hægt að fá börn til að leika sér úti og hreyfa sig meira? Hvernig er hægt að efla staðaranda?

Í hverfisskipulagi verða settar almennar reglur um yfirbragð, þróun og varðveislu byggðarinnar. Öflugt samráð við íbúa og hagsmunaaðila verður einkenni á hverfisskipulaginu og Reykjavíkurborg hefur þegar ráðið ráðgjafateymi til að vinna 1.áfanga hverfisskipulags fyrir átta af tíu borgarhlutum í Reykjavík. Samráðið við íbúa verður á netinu, úti í hverfunum og á íbúa- og hagsmunaaðilafundum.

Íbúafundirnir verða haldnir í átta borgarhlutum Reykjavíkur á næstu vikum milli kl. 17-19:

Vesturbær:  Hagaskóli 16.september

Hlíðar:  Kjarvalsstaðir 17.september

Laugardalur:  Laugardalshöll 18.september

Háaleiti-Bústaðir:  Réttarholtsskóli 19.september

Breiðholt:  Gerðuberg 23.september

Árbær:  Fylkishöll – Fylkisvegi 6 24.september

Grafarholt-Úlfarsárdalur:  Ingunnarskóli 25.september

Grafarvogur:  Gufunesbær 26.september

Allir eru velkomnir, boðið verður upp á léttar veitingar og hugmyndahorn fyrir börn. Einnig er hægt að taka þátt á netinu í gegnum síðuna www.hverfisskipulag.is

timasetn

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!