fbpx
013-fors

Lokahóf knattspyrnudeildar FRAM á laugardag!

Mynd: Sport.is
Mynd: Sport.is

Lokahóf knattspyrnudeildar FRAM verður haldið í hinu sögufræga FRAMhúsi á laugardaginn, 29.september. Húsið verður opnað klukkan 22 að staðartíma og verður gleðin allsráðandi fram á nýjan dag.

Knattspyrnuvertíðinni lýkur formlega á laugardaginn, en þá er á dagskrá lokaumferð Pepsideildar karla. FRAMarar heimsækja Íslandsmeistara KR í leik sem í raun skiptir ekki öllu máli, en þó meira máli fyrir þá bláu; KR-ingar hafa þegar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn, en úrslitin á laugardaginn ráða því í hvaða sæti FRAMarar ljúka leik. FRAM situr sem stendur í níunda sæti Pepsideildarinnar, gæti endað í sjöunda sæti en fer aldrei neðar en í tíunda sæti.

Á tímamótum sem þessum er við hæfi að koma saman og gleðjast yfir því sem vel hefur gengið; góðum leikjum, sætum sigrum og bikarmeistaratitli. Það er von okkar að FRAMarar fjölmenni á þetta lokahóf og fagni því sem fagna ber.

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!