Lið FRAM var þannig skipað:
Markmenn:
Sunneva Einarsdóttir og Hildur Gunnarsdóttir.
Aðrir leikmenn:
Hafdís Shizuka Iura, Karólína Vilborg Torfadóttir, Hekla Rún Ámundadóttir, Marthe Sördal, Ragnheiður Júlíusdóttir, Íris Kristín Smith, Ásta Birna Gunnarsdóttir, Sigurbjörg Jóhannsdóttir, María Karlsdóttir, Elva Þóra Arnardóttir, Steinunn Björnsdóttir og Kristín Helgadóttir.
Fyrsti leikur meistaraflokks kvenna í Íslandsmótinu í vetur fór fram í gærkvöldi, föstudag, þegar FRAM fór í heimsókn í Hafnarfjörðinn. Síðasta vetur endaði FH í sjötta sæti deildarinnar en FRAM í því öðru og kláraði síðan úrslitakeppnina.
Í spá fyrirliða og þjálfara sem kynnt var í síðustu viku var FRAM spáð 3 sæti og FH spáð 8 sæti. En eins og oft áður þá segir þessi spá ekki mikið þegar komið er í leikina.
Miklar breytingar hafa orðið á báðum þessum liðum milli ára, og bæði liðið verið endurnýjuð með leikmönnum úr yngri flokkum félaganna. Í marki FH stóð Guðrún Ósk Maríasdóttir sem spilaði með FRAM síðastliðið haust.
FH byrjaði mun betur í leiknum náði strax nokkurru forystu og var kominn með 3ja marka forystu 8 – 5 þegar um 20 mínútur voru liðnar af leiknum. FRAM minnkaði aðeins muninn fyrir hlé en þá leiddi FH með 11 mörkum gegn 10.
FRAM náði að jafna leikinn 13 – 13 í upphafi seinni hálfleiks og náði síðan naumri forystu. Um miðjan seinni hálfleikin var FRAM komið yfir 17 – 16. Erfiðlega gekk hins vegar að slíta sig frá FH og það var ekki fyrr en alveg í lokin sem það tókst. Lokatölur 3ja marka sigur FRAM 21 – 18. Góður sigur en engann veginn góður leikur nema rétt í lokinn.
Varnarleikur FRAM var ekki góður og á löngum köflum virtist FH geta labbað í gegnum vörnina eða átti auðvelt með að koma boltanum inná línuna sem skoraði eða fékk víti. Það var síðan aðeins í lokin sem FRAM tók við sér í varnarleiknum.
Sóknarleikurinn var heldur ekki nægilega góður, leikmenn alltof mikið að flýta sér og mikið um lélegar sendingar milli manna. Sumir myndu segja haustbragur. Ég segi einbeitingarleysi. Það sáust þó oft á tíðum mjög góð tilþrif í sóknarleiknum sem vonandi verður meira af í næsta leik. FRAM keyrði hraðaupphlaup grimt í leiknum svo og seinni bylgju og uppskáru ein átta hraðaupphlaup sem gáfu mark eða víti.
Tveir leikmenn voru að spila sinn fyrsta leik í Íslandsmóti í meistaraflokki FRAM, en það eru þær Íris Kristín Smith og Ragnheiður Júlíusdóttir. Óskum við þeim til hamingju með það.
Sunneva Einardóttir byrjaði leikinn í markinu og náði sér ekki nógu vel á strik og varði 2 skot á fyrstu 15 mínútunum. Þá kom Hildur Gunnarsdóttir i markið og byrjaði strax á að verja nokkur skot og þar á meðal eitt víti, en alls varði hún 11 skot í leiknum.
Mörk FRAM skoruðu:
Sigurbjörg 6 (3 úr vítum) Ragnheiður 6 (5 úr vítum), Ásta Birna 3, María 2, Steinunn 2, Hekla 1, Marthe 1.