fbpx
Reykjavíkurmeistarar 2013 4fl y ár kvk-fors

Tveir Reykjavíkurmeistaratitlar í yngri flokkum á sunnudag

20130922_112722Úrslitaleikir Reykjavíkurmótsins í handknattleik fóru fram sl. sunnudag og var FRAM með þrjú lið; í 6.flokki karla yngra ári, 5.flokki karla eldra ári og 4.flokki kvenna yngra ári.

Allir leikirnir voru mjörg spennandi, 6.flokkur karla tapaði fyrir Val með tveggja marka mun eftir flotta baráttu.

Strákarnir á eldra árinu í fimmta flokki áttu flott Reykjavíkurmót, unnu m.a. Íslandsmeistara Vals 13-9 um síðustu helgi.  Þeir léku svo tvo leiki í röð í Laugardalshöllinni á sunnudag og unnu þá báða með glæsibrag.  Strákarnir unnu Fylki 18-10 og Fjölni 22-16 og tryggðu sér þar með Reykjavíkurmeistaratitlinn.

Reykjavíkurmeistarar 2013 4fl y ár kvkStelpurnar á yngra ári í 4.flokki spluðu hörkuleik við ÍR.  Jafnt var á öllum tölum nánast frá upphafi og á síðustu mínútunni jöfnuðu FRAMstúlkur metin, 13-13.  Grípa varð til framlengingar þar sem stelpurnar okkar stóðu sig stórvel, tryggðu sér sigur 16-14.  FRAMstúlkur urðu því Reykjavíkurmeistarar og sumar þeirra voru að taka sinn fimmta Reykjavíkurmeistaratitil, hvorki meira né minna.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!