Kæru Framarar
Nú verður sú nýjung tekin upp að greiningarskýrsla eftir hvern leik hjá meistaraflokk karla í handknattleik verður sett inn á heimasíðuna og Facebook.
Með þessu langar okkur gefa ykkur betri sýn á hvað er að gerast í leikjum.
Við byrjum með einfaldri skýrslu sem við ætlum okkur að þróa áfram og birta áhugaverða sýn á leik liðsins.
Á næsta heimaleik verður síðan boðið upp á kaffi og með því 30 mín fyrir leik, þar sem farið verður yfir tölur síðasta leiks og rýnt í af hverju leikurinn þróaðist í þá átt sem raun bar vitni. Og verður slíkur hittingur síðan alltaf fyrir heimaleiki hjá meistaraflokk karla.
Stefnt er að því að aðilar úr þjálfarateyminu munu kíkja á þá fundi, jafnvel Guðlaugur sjálfur.
Vonum að þið takið viljann fyri verkið svona í byrjun á meðan við erum að slípa þetta til.
Smellið á myndina til að stækka hana.
Kær kveðja
Þjálfarateymi meistaflokks karla í handknattleik