fbpx
019-fors

Tap í vesturbænum | Niðurstaðan er tíunda sæti

019
Mynd: Sport.is

Bikarmeistarar FRAM máttu sætta sig við tap gegn verðandi Íslandsmeisturum KR í lokaumferð Pepsideildar karla í knattspyrnu í dag, 1-2.  FRAM lauk því leik með 22 stig eftir 22 leiki og hafnaði í tíunda  og þriðja neðsta sæti deildarinnar.

KR 2-1 FRAM (0-1)
0-1  Viktor Bjarki Arnarsson 29.mín.
1-1  Gary Martin 69.mín.
2-1  Emil Atlason 85.mín.

Fátt var undir í þegar FRAM heimsótti KR í dag, nema þá lokastaða FRAMara í deildinni; KR-ingar höfðu þegar tryggt sér sigur í deildinni og stefndu reyndar á stigamet í tólf liða deild.  FRAM átti möguleika á að lyfta sér upp í sjöunda sætið, í versta falli að hrapa niður í það tíunda og sú varð raunin.  Viktor Bjarki Arnarsson skoraði eina mark fyrri hálfleiks, komst inn á vítateig KR hægra megin og skoraði með föstu skoti, og bláir voru ekki fjarri því að bæta við marki eða mörkum. Bæði Viktor og Orri Gunnarsson áttu ágætar tilraunir, en höfðu ekki erindi sem erfiði.
KR-ingar voru frískari í síðari hálfleik og uppskáru tvö mörk í tilefni dagsins. Fyrst skoraði Gary Martin eftir að Ögmundur hafði varið slaka vítaspyrnu hans; Martin hirti frákastið og kom boltanum í  netið, og Emil Atlason tryggði svo sigur heimamanna þegar hann þrumaði boltanum í netið fimm mínútum fyrir leikslok.

Leikskýrslan.

FRAM hlaut eins og áður segir 22 stig í leikjunum sínum 22 í deildinni, vann 6 leiki, gerði 4 jafntefli og tapaði 12 leikjum. Markatalan er 26-37.
FRAM aflaði helmings stiga sinna í sumar á heimavelli, vann 3 leiki, gerði 2 jafntefli og tapaði 6 leikjum. Árangurinn á útivelli er nákvæmlega sá sami, en munur er á markatölu; hún er 14-19 á Laugardalsvelli og 12-18 á útivöllum.
FRAM hlaut 15 stig í fyrri umferð Pepsideildarinnar í sumar, vann fjóra af ellefu leikjum sínum, gerði þrjú jafntefli og tapaði fjórum leikjum.  Markatalan var 16-13. Uppskeran í síðari umferðinni er aðeins 7 stig; tveir sigrar, eitt jafntefli og átta tapleikir. Markatalan er 13-24.
FRAM skoraði mest fjögur mörk í leik, gegn Þór í sjöundu umferð, og fékk mest á sig fjögur mörk, gegn Víkingi í tólftu umferð og gegn Val í fjórtándu umferð.  FRAM fékk á sig mark eða mörk í 21 deildarleik í sumar, tólf sinnum eitt mark, og hélt aðeins hreinu í einum leik, gegn ÍA í fimmtándu umferð.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!