Lokahóf Knattspyrnudeildar FRAM var haldið í FRAMhúsi síðast liðin laugard. Þar komu saman allir þeir aðilar sem hafa komið að starfi deildarinnar á líðandi keppnistímabili.
Kosning fór fram á Bestu og Efnilegustu leikmönnum flokkanna ásamt því að markakóngar voru heiðraðir,
Í 2. flokki var Sigurður Kristján Friðriksson valinn efnilegastur og Jökull Steinn Ólafsson valinn bestir leikmaður flokksins.
Í meistaraflokki kvenna var Alda Jónsdóttir kosin efnilegust og Lilja Gunnarsdóttir best ásamt því að Dagmar Mýrdal hlaut titilinn markdrottning FRAM 2013. Á myndina vantar Öldu Karen.
Í meistaraflokki karla var Hólmbert Aron Friðjónsson kosinn efnilegastur og Almar Ormarsson bestur, en Hólmbert Aron Friðjónsson er markakóngur FRAM 2013.
Sannarlega glæsilegur hópur og óskar Knattspyrnufélagið FRAM þeim, til hamingju.