fbpx
SJ003

Tap í Eyjum um helgina

ÍBV – FRAM  28. september 2013

Leikmenn FRAM

Markmenn:                        Sunneva Einarsdóttir og Hildur Gunnarsdóttir.
Aðrir leikmenn:                 Hafsís Shizuka Iura, Karólína Vilborg Torfadóttir, Hekla Rún Ámundadóttir, Marthe Sördal, Ragnheiður Júlíusdóttir, Íris Kristín Smith, Ásta Birna Gunnarsdóttir, Sigurbjörg Jóhannsdóttir, María Karlsdóttir, Elva Þóra Arnardóttir, Steinunn Björnsdóttir og Kristín Helgadóttir

Meistaraflokkur kvenna hélt á laugardaginn til Vestmannaeyja í annan leik sinni í Íslandsmótinu þennan vetur.  FRAM vann fyrsta leik sinn á móti FH á meðan ÍBV tapaði fyrir Val í fyrstu umferðinni.

Bæði þessi lið eru mikið breytt frá síðasta tímabili.  ÍBV hefur skipt út útlendingunum hjá sér og fengið Dröfn Haraldsdóttur í markið frá FH.  Jón Gunnlaugur Viggósson fyrrum þjálfari FH er einnig komin til ÍBV sem þjálfari ásamt Svavari Vignissyni.

Leikurinn var jafn fram í miðjan fyrri hálfleik þó svo að ÍBV hefði frumkvæðið.  Staðan um miðjan hálfleikinn var 8 – 7 fyrir ÍBV.  ÍBV bætti síðan heldur í fyrir hálfleik og leiddi þá 12 – 9.

Í upphafi síðari hálfleiks jók ÍBV muninnog náði forystu 16 – 11 þegar um 20 mínútur voru til leiksloka.  Þá tók FRAM við sér og minkaði muninn í tvö mörk 18 – 16.  Nær tókst FRAM þó ekki að komast og á tveimur mínútum jók ÍBV muninn aftur og sigraði að lokum með fimm marka mun 25 – 20.

 

FRAM náði sér í raun aldrei á strik í þessum leik.  Sóknarleikurinn ráðleysislegur og mikið um sóknarfeila, þar sem sendingar rötuðu ekki rétta leið milli samherja.  Einnig var nýtingu úr dauðafærum afleit.  Varnarleikurinn var í raun ekkert mikið betri en sóknin.  FRAM réð illa við skyttur ÍBV þær Drífu og Ester.  Markvarslan hefði einnig mátt vera betri.

Það er ljóst að FRAM verður að leika mun betur í næstu leikjum sem eru í Evrópukeppni EHF um næstu helgi, ef liðið ætlar að komast áfram í næstu umferð í þeirri keppni.

Fátt jákvætt við þessa ferð til Vestmannaeyja annað en að eyjarnar skörtuðu sínu fegursta, sól og blankalogn.

Mörk FRAM skoruðu:     Sigurbjörg 5 (1 úr víti), Ragnheiður 3, María 3, Hafdís 3, Hekla 2, Marthe 1,Ásta Birna 1, Elva Þóra 1 og Steinunn 1.

Sunneva var í markinu um það bil 45 mínútur og varðu 7 bolta.  Hildur var í markinu síðustu 15 mínúturnar og varði 2 bolta.

Næstu leikir eru um næstu helgi í Evrópukeppni EHF.  Nánar um það síðar í vikunni.

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!