fbpx
Reymeistarar2013-fors

FRAM – Olympia HC-London, EHF-CUP kvenna í FRAMhúsi um helgina.

Meistaraflokkur kvenna FRAM í handbolta leikur báða leiki sína gegn Olympia HC-London  í    2. umferð EHF Cup í FRAMhúsi um helgina.

Fyrri leikurinn fer fram á laugard. 5. okt. kl. 16:00 í FRAMhúsi eins og áður sagði, en  leikurinn er heimaleikur  Olympia HC.

Seinni leikurinn er svo á sunnud. kl. 16:00 í FRAMhúsi og er það heimaleikur FRAM.

Handknattleiksdeild FRAM er mjög ánægð með að geta boðið áhugamönnum um handknattleik upp á að sjá eitt af bestu liðum Englands etja kappi við FRAM. Lið Olympia er skipað leikmönnum víðsvegar úr heiminum og verður spennandi að sjá stelpurnar okkar etja kappi við lið Olympia um helgina.

Miðaverð á leikina er kr. 1000.- á leik,  en kr. 1500.- ef keyptir eru saman miðar á báða leikina.

Þeir sem eru handhafar HSÍ korta A og B  verða að sækja miða í FRAMhús á föstud. 4. okt frá kl. 09:00-13:00.

Láttu sjá þig og styðjum stelpurnar okkar til sigurs.

Handknattleiksdeild FRAM

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!