fbpx
GBS003-fors

Flottur sigur FRAM á Val að Hlíðarenda

Það var ekki leiðinlegt að ganga út úr íþróttahúsi Vals að Hlíðarenda í kvöld eftir glæsilegan sigur FRAM á Val. Sérstaklega var sætt að ganga brosandi framhjá „mulningsvél Vals“ sem sýndu leikmönnum FRAM dæmalausa óvirðingu þegar liðin voru kynnt til leiks. Átti sennilega að vera fyndið en sá hlær best sem síðast ………….

Strákarnir okkar byrjuðu leikinn í kvöld vel og leiddu nánast allan fyrri hálfleikinn en voru þó undir í hálfleik 14-13. Þar vantaði strákunum smá trú á sjálfan sig og örlítið meiri skynsemi en ekkert vantar upp á dugnaðinn.

Valsmenn byrjuðu síðari hálfleikinn mun betur og okkar menn ekki nægilega tilbúnir í hann, varnarleikurinn var ekki góður og markvarslan eftir því.  En þegar Svavar nokkur Ólafsson mætti í markið má segja að hann hafi eiginlega  snúið leiknum, drengurinn lokaði markinu í um það bil 10 mín  og FRAM strákarnir gengu á lagið og komu sér smátt og smátt inn í leikinn. Þegar 4-5 mín voru eftir voru okkar menn búnir að jafna leikinn og útlitið gott. Vörnin var að halda, Svavar góður, sóknarleikurinn seiglaðist og skilaði mörgum góðum mörkum. Það fór svo að lokum að stórveldið úr Safamýrinni sigraði Reykjavíkurslaginn að þessu sinni 25-26.

FRAM strákarnir eiga heiður skilinn fyrir þennan seiglu sigur, börðust vel og lögðu allt sem þeir áttu í leikinn í kvöld. Strákanir þurfa að byggja á þessu leik, þeir geta unnið hvaða lið sem er, ef þeir hafa trú á því.  Flottir drengir og virkilega gaman að fylgjast með FRAM liðinu í kvöld.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!