Kvenna lið okkar FRAMara er komið áfram í EHF-bikarnum í handbolta eftir 20-14 sigur á Olympia HC frá London í dag.
Leikurinn í dag var síðari viðureign liðanna en stelpurnar okkar unnu með 25 mörkum í gær. Leikurinn í dag var öllu jafnari en í gær og leiddum við með fjórum mörkum í hálfleik 10-6.
Tíu leikmenn Fram skiptu mörkunum 20 nokkuð bróðurlega á milli sín. Marthe Sördal skoraði fjögur mörk, Karólína Vilborg Torfadóttir þrjú en aðrar minna. Leikurinn í dag bar þess merki að FRAM liðið hafði að litlu að keppa eftir úrslit gærdagsins.
Fram mætir ungverska liðinu Köfem Sport Club í næstu umferð og fara báðir leikirnir fram í Ungverjalandi, 16. og 17. nóvember.
Glæsilegt stelpur !