fbpx
SPS004-fors

Fundur með stuðningsmönnum á miðvikudag kl. 17:30, FRAM – Haukar

Kl. 17:30 á morgun miðvikudag verður fundur í FRAMhús fyrir stuðningsmenn FRAM,  þar mun Magnús Ingi Stefánsson liðstjóri og tölfræði gúrú, fara yfir tölfræði fyrstu  3 leikja FRAM í vetur.

Farið verður yfir leikina og helstu stærðir í þeim skoðaðar.  Rætt um liðið og spekúlerað um framhaldið.

Spennandi nýung sem ætlunin er að verði reglulega á dagskrá í vetur.
Það væri því gaman að sjá sem flesta stuningsmenn FRAM mæta og ræða málin yfir kaffisopa og kleinum.

Þjálfara FRAM ætla svo að kíkja við eftir atvikum og renna yfir stöðuna. 

Láttu sjá þig  og allir velkomnir !

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email