Það er tvíhöfði á í handboltanum á morgun miðvikud.
Kl. 18:00 er leikur FRAM og Hauka í mfl. ka. og er leikið í FRAMhúsi.
Kl. 17:30 verður fundur í FRAMhús fyrir stuðningsmenn FRAM, þar mun Magnús Ingi Stefánsson liðstjóri og tölfræði gúrú, fara yfir tölfræði fyrstu 3 leikja FRAM í vetur. Farið verður yfir leikina og helstu stærðir í þeim skoðaðar. Rætt um liðið og spekúlerað um framhaldið. Spennandi nýung sem ætlunin er að verði reglulega á dagskrá í vetur. Það væri því gaman að sjá sem flesta stuningsmenn FRAM mæta og ræða málin yfir kaffisopa og kleinum. Þjálfara FRAM ætla svo að kíkja við eftir atvikum og renna yfir stöðuna.
kl 19:30 er svo leikur í mfl.kvenna en þá taka stelpurnar á móti HK í Digranesi. HK – FRAM
Það verður því nóg að gera á morgun fyrir okkur FRAMara
Láttu sjá þig og í þér heyra.
ÁFRAM FRAM