fbpx
Bjarni og Lelli

Bjarni Guðjónsson nýr þjálfari FRAM

IMG_0806

Bjarni Guðjónsson skrifaði í dag undir samning sem þjálfari bikarmeistararliðs FRAM í Pepsi-deildinni í knattspyrnu. Þetta er fyrsta starf Bjarna sem þjálfari en hann var fyrirliði Íslandsmeistaraliðs KR á nýliðnu keppnistímabili.

Samningur Bjarna og FRAM er til þriggja ára og var skrifað undir hann í félagsheimili FRAM í dag.

Þó Bjarni sé að stíga sín fyrstu skerf sem þjálfari þá hefur hann gríðarlega reynslu sem leikmaður. Hann hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands auk 23 A-landsleikja, þann fyrsta gegn Slóvakíu árið 1997.

Bjarni sló í gegn með ÍA aðeins 17 ára gamall áður en hann hélt til Newcastle í Bretlandi.  Þaðan fór Bjarni til Genk þar sem hann varð belgískur meistari, því næst lá leiðin til Stoke City, Bochum, Coventry City og loks Plymouth áður en hann kom heim aftur og gekk til liðs við ÍA.  Frá 2008 hefur Bjarni verið hjá KR lengst af sem fyrirliði. Bjarni mun í vetur klára UEFA A þjálfaragráðu og hefur þar með full réttindi til að stýra liði í úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

FRAM fagnar komu Bjarna í Safamýrina og bindur miklar vonir við starf hans á komandi árum.  FRAM varð bikarmeistari á liðnu sumri og leikur því í Evrópudeildinni á næsta ári.  Mikill hugur er í nýrri stjórn knattspyrnudeildar að  nýta það tækifæri til fulls og styrkja liðið til enn frekari sigra á komandi árum, í góðu samstarfi við nýjan þjálfara.

Knattspyrnudeild FRAM

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!