fbpx
OJM001

Flottur sigur FRAM á Haukum í Olísdeild karla

Sigfús„Jæja“ Það var ekkert að því sitja á pöllunum í FRAMhúsinu í kvöld, þegar við FRAMarar tókum ámóti Haukum í Olísdeild karla.  Það var bara vel mætt í FRAMhúsið og góð fjölskyldu stemming, mikið af foreldrum með börnin sín sennilega er þetta bara góður tími fyrir handboltaleik, þ.e þetta er fjölskylduvænn tími kl. 18:00. Eitthvað sem þarf að skoða en saknaði þess að fá ekki hamborgar núna enda leikurinn á matartíma „mínum“. En nóg um það.

Leikurinn var hin besta skemmtun frá fyrstu mínútu, strákarnir okkar mættu fullir sjálfstrausts og spiluðu fyrrhálfleik af miklum krafti. Héldu uppteknum hætti frá síðasta leik, vörnin var góð, markvarslan góð og sóknin seiglaðist, það endað því svo að staðan var 10-10 í hálfleik, við vorum klaufar að hafa ekki forskot eftir að hafa verið tveimum fleiri síðustu tvær mín. hálfleiksins.

Seinnihálfleikur var ótrúlegur liðin skoruðu 3 mörk fyrstu 12 mín leiksins og eftir 15 mín var staðan 14-14. Við fórum illa með nokkur góð tækifæri og Haukar komust yfir 14-17 þegar 3 mín voru eftir en viti menn og konur.  FRAM drengirnir skelltu í lás og skoruðu 4 síðustu mörkin í leiknum og sigur á Haukum staðreynd.  FRAM 18 – Haukar 17.

Strákarnir sýndu okkur úr hverju þeir eru gerði börðust eins  og FRAMarar frá fyrstu mín til þeirrar síðustu, spiluð gríðar góða vörn allan leikinn, sóknarleikurinn var skynsamur að mestu leiti, markvarslan góð, það er ekki hægt að biðja um miklu meira.

Drengir haldið áfram á þessari braut og þá getur margt skemmtileg gerst í vetur, allavega var gaman að horfa í leikinn í kvöld.

Ég búinn að borða, sæll og sáttur með daginn, nýjr þjálfari í hús, Stína með eitthvað ótrúlega gott að borða í FRAMhúsinu fyrir ykkur, þið eigið það skilið í kvöld, Glæsilegt FRAMarar og þú líka Krístín Orradóttir” þú  bara klikkar ekki.”.

ÁFRAM FRAM !

 

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!