fbpx
Helgi Guðjónsson 4. fl.ka

4 FRAMarar í yngri landsliðum Íslands

Helgi Guðjónsson 4. fl.ka. 2013Við FRAMarar eru stoltir af því þegar okkar leikmenn eru valdir í landslið Íslandi  og  núna er KSÍ að velja landsliðshópa í yngri landsliðum Íslands.  Þeir sem hafa verið valdir að þessu sinni eru:

Hólmbert Friðjónssson leikmaður mfl.FRAM hefur verið valinn í lið Íslands U-21 en liðið mun taka á móti Frökkum á Laugardalsvelli 14. okt.

Aron Bjarnason tekur þessa daganna þátt í undankeppni Evrópumótsins U-19 í Belgiu. Liðið leikur þar 3 leiki dagana 8-16 okt.  Þess bera að geta að Kristinn Rúnar Jónsson er þjálfari liðsins.

Helgi Guðjónsson leikmaður FRAM hefur verið valinn í U-15 ára landslið Íslands sem tekur þátt í undankeppni Olympíumóts  æskunnar  í Swiss 17-22 október næst komandi. Helgi lék vel með FRAM í sumar, en drengurinn setti ein 45 mörk á Íslandsmótinu.

Magnús Óliver Axelsson hefur svo verið valinn til úrtaksæfinga með U-17 ára landsliði Íslands en liðið kemur saman til æfinga um næstu helgi.

Við óskum þessum framtíðar leikmönnum FRAM góðs gengis.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email