Við FRAMarar eru stoltir af því þegar okkar leikmenn eru valdir í landslið Íslandi og núna er KSÍ að velja landsliðshópa í yngri landsliðum Íslands. Þeir sem hafa verið valdir að þessu sinni eru:
Hólmbert Friðjónssson leikmaður mfl.FRAM hefur verið valinn í lið Íslands U-21 en liðið mun taka á móti Frökkum á Laugardalsvelli 14. okt.
Aron Bjarnason tekur þessa daganna þátt í undankeppni Evrópumótsins U-19 í Belgiu. Liðið leikur þar 3 leiki dagana 8-16 okt. Þess bera að geta að Kristinn Rúnar Jónsson er þjálfari liðsins.
Helgi Guðjónsson leikmaður FRAM hefur verið valinn í U-15 ára landslið Íslands sem tekur þátt í undankeppni Olympíumóts æskunnar í Swiss 17-22 október næst komandi. Helgi lék vel með FRAM í sumar, en drengurinn setti ein 45 mörk á Íslandsmótinu.
Magnús Óliver Axelsson hefur svo verið valinn til úrtaksæfinga með U-17 ára landsliði Íslands en liðið kemur saman til æfinga um næstu helgi.
Við óskum þessum framtíðar leikmönnum FRAM góðs gengis.