5. flokur karla og kvenna eldra ár, héldu til Eyja um síðustu helgin en þá fór fram fyrst umferð Íslandsmótsins. FRAM sendi 4 lið til keppni að þessu sinni 3 lið skipuð stúlkum fæddum 2000 og 1 lið skipað drengjum á sama aldri. Ferði þótti takast sérlega vel og skemmtu allir sér konunglega. Liðunum gekk almennt vel og einn bikar skilaði sér í Landeyjahöfn og alla leið í Grafarholtið. Lið FRAM 2 lék í 2. deild og sigraði þá deild með miklum yfriburðum og leikur því næstu umferð í 1. deild en þá þurfa stelpurnar örugglega að spíta vel í. Stelpurnar í hinum liðunum stóðu sig líka vel FRAM 1 lék í 1. deild A og FRAM 3 leik í 2. deild B, bæði þessi lið stóðu sig vel og halda sætum sínum í deildunum. Drengirnir okkar í 5. fl. léku í 1. deild A og lentu í 2. sæti á marka mun þannig að naumarar gat það ekki orðið.
Við fengum sendar nokkrar myndir, en bara af stelpunum og þær fá að fljóta með.
ÁFRAM FRAM