fbpx
Fram-HK-N1kvenna-2012

FRAM vann öruggan sigur á Fylki í Olís-deild kvenna

Sigurbjörn með ræðu

FRAM – Fylkir  12. október 2013

Leikmenn FRAM

Markmenn: Sunneva Einarsdóttir og Hildur Gunnarsdóttir.

Aðrir leikmenn:  Hafdís Shizuka Iura, Hekla Rún Ámundadóttir, Ragnheiður Júlíusdóttir, Íris Kristín Smith, Guðrún Jenný Sigurðardóttir, Ásta Birna Gunnarsdóttir,Sigurbjörg Jóhannsdóttir, María Karlsdóttir, Elva Þóra Arnardóttir, Steinunn Björnsdóttir, Kristín Helgadóttir og Jóhanna Björk Viktorsdóttir.

Í dag fór fram leikur í fimmtu umferð Íslandsmótsins í vetur í OLÍS deildinni milli FRAM og Fylkis.  FRAM hafði fyrir þennan leik unnið tvo leiki en tapað einum og var því með fjögur stig.  FRAM á inni einn leik úr þriðju umferð á móti Stjörnunni sem fer fram næstkomandi þriðjudag.  Fylkir var með jafnmörg stig en eftir fjóra leiki.  Það mátti því búast við hörkuleik í Safamýrinni í dag.

Fylkir hóf leikinn betur og skoraði fyrsta markið en það var líklega í eina skiptið sem Fylkir var yfir því FRAM náði fljótlega yfirhöndinni og eftir um 10 mínútna leik var staðan orðin 8 – 5 FRAM í vil.  Þessi munur hélt áfram að aukast og í hálfleik var staðan orðin 18 – 12.

Munurinn hélst síðan enn áfram að aukast í upphafi seinni hálfleiks og varð líklega mestur 8 mörk um miðjan hálfleikinn.  Þessi munur hélst nánast óbreyttur til leiksloka og lokatölur urðu 28 – 21 sigur FRAM.  Tvö góð stig sem skiluðu sér í hús.

Ágætis tilþrif sáust hjá FRAM í sóknarleiknum og hraðaupphlaupin héldu áfram að skila mörkum, en mörk úr hraðaupphlaupum og eftir hraða miðju voru líklega ein 9 í dag.

Varnarleikurinn var ekki góður til að byrja með og réð FRAM illa við helstu skyttur Fylkis þær Díönu Sigmarsdóttur og Theu Sturludóttur.  Varnarleikurinn lagaðist þegar leið á leikinn og FRAM náði að setja upp í stærstu götin í vörninni.

Sigurbjörg átti afbragðs leik, var með mjög góða skotnýtingu ásamt að eiga fjölmargar stoðsendingar á línu og í hraðaupphlaupum.  Hornamennirnir Ásta Birna og Hekla Rún  nýttu einnig sín færi vel og skoruðu einnig mikið úr hraðaupphlaupum.

Sunneva var í markinu allan tímann og varði eina 8 bolta í hvorum hálfleik, eða 16 bolta alls, ásamt því að eiga nokkrar mjög góðar sendingar fram í hraðaupphlaupum.

Í liðið í dag vantaði tvo leikmenn sem hafa verið þar fastamenn í vetur.  Karólína Torfadóttir á við meiðsli að strýða frá því í leiknum við HK og Marthe Sördal var upptekin í vinnu.  Í stað þeirra komu ungir og efnilegir leikmenn sem hafa verið að stíga sín fyrstu skref með meistaraflokki í vetur.

Mörk FRAM skoruðu:    Sigurbjörg 9 (5 úr vítum), Ásta Birna 6, Hekla Rún 6, Hafdís Iura 2, María 2, Steinunn 2 og Ragnheiður 1.

Það er stutt í næsta leik, sem er á þriðjudaginn 15. október n.k.   Það er stórleikur við Stjörnuna og fer fram í Safamýrinni, en það er leikur sem var frestað um síðustu helgi vegna þátttöku FRAM Evrópukeppni EHF.  Nánar um það síðar í vikunni.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!