fbpx
Steinunn vefur

FRAM – Stjarnan á þriðjud. kl. 20:15 í FRAMhúsinu. Athugið breyttur tími.

Ásta í leikÁ morgun, þriðjudaginn 15. október n.k.  kl. 20:15 eigast við í OLÍS deild kvenna FRAM og Stjarnan.  Um er að  ræða frestaðan leik úr 3. umferð deildarinnar, sem átti að fara fram um þar síðustu helgi, en þá var FRAM að spila í Evrópukeppninni.

FRAM hefur farið ágætlega af stað í deildinni í vetur.  Búið að spila 4 leiki, vinna 3 en tapaði fyrir ÍBV út í eyjum í slökum leik.  FRAM hefur hins vegar unnið FH og HK og nú síðast Fylki nokkuð örugglega.

Stjarnan hefur farið vel af stað í vetur og ekki tapað stigi í þeim fjórum leikjum sem þær eru búnar að spila.  Unnu meðal annrars ÍBV sannfærandi út í eyjum, þar sem Florentina í marki Stjörnunar var í banastuði.  Stjarnan er væntanlega eitt best mannaða liðið í deildinni í vetur, með mjög öflugt byrjunarlið og ágætis bekk.

Það er ljóst að til að vinna Stjörnuna þarf FRAM að eiga góða leik.  Varnarleikurinn þarf að vera mjög góður.  Sóknarleikurinn einnig og að það þarf að ljúka sóknum með mörkum, þar sem annars er hætta á að Florentina hirði upp slaka bolta og komi þeim fljótt fram á eldfljóta hornamenn Stjörnunnar.  Þetta verður barátta frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu.

Það er í sjálfu sér ekki langt síðan þessi lið áttust við í mikilli rimmu í vor í úrslitaleikjunum um Íslandsmeistaratiltilinn þar sem FRAM hafði betur í þremur leikjum af fimm.

 Síðustu leikir FRAM og Stjörnunnar: 

6. nóv. 2011

Íslandsmót

Stjarnan – FRAM

 

25 – 33

27. des. 2011

Deildarbikar

FRAM – Stjarnan

 

36 – 25

4. mars 2012

Íslandsmót

FRAM – Stjarnan

 

27 – 17

30. okt. 2012

Íslandsmót

Stjarnan – FRAM

 

23 – 26

16. feb. 2013

Íslandsmót

FRAM – Stjarnan

 

34 – 27

25. apríl 2013

Íslandsmót – úrslit

FRAM – Stjarnan

 

20 – 21

28. apríl 2013

Íslandsmót – úrslit

Stjarnan – FRAM

 

25 – 30

1.maí 2013

Íslandsmót – úrslit

FRAM – Stjarnan

 

19 – 21

3. maí 2013

Íslandsmót – úrslit

Stjarnan – FRAM

 

21 – 22

5. maí 2013

Íslandsmót – úrslit

FRAM – Stjarnan

 

19 – 16

FRAM hefur því sigrað í 8 af síðustu 10 leikjum liðanna.  Markatalan er einnig hagstæð FRAM, en FRAM hefur skorað 266 mörk í þessum leikjum eða 26,6 mörk að meðaltali í leik.  Stjarnan hefur skorað 221 mark í þessum leikjum eða 22,1 mark að meðaltali í leik.

Skorað er á alla FRAMara að mæta í Safamýrina á morgun. 

Það er tilvalið að standa upp úr sóffunum á morgun eftir að hafa hort á Ísland vinna Noreg í fótboltanum og skunda í Safamýrina og hvetja FRAMstelpurnar á móti Stjörnunni.

 ÁFRAM FRAM

 

 

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!