fbpx
MFKA_2013-577fors

Fram þakkar Almarri ánægjulega samfylgd

Mynd: Hafliði Breiðfjörð/Fótbolti.net
Mynd: Hafliði Breiðfjörð/Fótbolti.net

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Almarr Ormarsson leikmaður Fram í mfl. karla í knattspyrnu hefur sagt skilið við félagið eftir fimm ára feril. Almarr kom til Fram frá KA á miðju tímabili 2008 og varð fljótlega einn af burðarstólpum knattspyrnuliðs félagsins og hefur verið það allar götur síðan. Skemmst er að minnast magnaðrar frammistöðu hans þegar Fram varð bikarmeistari í ágúst. Almarr Ormarsson skoraði alls 54 mörk í 194 mótsleikjum með Fram.

Viðskilnaður leikmannsins við Fram er í miklu bróðerni en hann gerði stjórn knattspyrnudeildar ljóst í sumar að hann hygðist ekki framlengja samning sinn við Fram heldur leita nýrra áskorana að keppnistímabilinu loknu.

Knattspyrnufélagið Fram þakkar Almarri Ormarssyni góð störf í þágu Fram og ánægjulega samfylgd undanfarin ár og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!