Það gekk ekki vel hjá strákunum okkar í kvöld þegar við mættum fimleikafélaginu úr Hafnarfirði í kvöld. Það má segja að FRAM liðið hafi aldrei náð sér á strik og í raun, mættu þeir ofjörlum sínum að þessu sinni. FH hafði tögl og haldir í leiknum frá fyrstu mínútu þó okkar menn hafi hangið aðeins inni í leiknum framan af. Í stöðunni 10-8 má segja að FH hafi tekið öll völd á vellinum og staðan í hálfleik 14-8.
Síðari hálfleikur var algjör einstefna, sóknarleikur og vörn FRAM var einfaldlega ekki í lagi og FH liðið gekk á lagið og vann öruggan sigur í leiknum 34-18, ekki mikið meira um það að segja.
Mikilvægt fyrir okkar drengi að dvelja ekki lengi við þennan leik heldur mæta sprækir á æfingu á morgun og undirbúa sig vel fyrir næsta leik. Þetta er enginn heimsendir og nú er bara að snúa bökum saman og halda áfram.
ÁFRAM FRAM