fbpx
OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Arnþór Ari Atlason til liðs við Fram

OLYMPUS DIGITAL CAMERAFram gerði í dag samning til eins árs við Arnþór Ara Atlason sem er tvítugur miðjumaður, leikmaðurinn kemur að láni frá Þrótti. Arnþór Ari hefur allan sinn feril leikið með Þrótti en þrátt fyrir ungan aldur á hann að baki 70 leiki með félaginu í deild og bikar. Hann hefur verið fastamaður í liði Þróttar frá 18 ára aldri. Hann hefur auk þess leikið tvo leiki með U19 ára liði Íslands. Arnþór Ari segist mjög sáttur með að vera kominn í Fram. „Ég er sannfærður um að þetta er rétt skref á mínum ferli. Hér er ég kominn á stað þar sem ég get þroskast sem knattspyrnumaður auk þess sem mér líst afar vel á nýja þjálfarann og þá stefnu Fram að setja meiri ábyrgð á yngri leikmenn.
Ég hlakka mikið til að byrja að æfa.“

Bjarni Guðjónsson þjálfari Fram segir afar ánægjulegt að fá Arnþór Ara til liðs við félagið. „Þetta er ungur og mjög efnilegur strákur en samt með mikla reynslu. Hann getur tekið skrefið upp á við hjá okkur og miðað við hugarfarið hjá honum er ég sannfærður um að hann gerir það.“

Knattspyrnufélagið FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!