Helgi Guðjónsson leikmaður FRAM heldur áfram að skora, drengurinn leik í gær með U-15 ára landsliði Íslands sem tekur þátt í undankeppni fyrir Ólympíuleika ungmenna en lokamótið sem verið er að keppa um að komast á núna fer fram í Kína á næsta ári. Leikurinn í gær var gegn Finnum og var leikið í Swiss, Helgi skoraði fyrra mark Íslands í 2-0 sigri drengjanna.
Þetta þýðir að strákarnir leika við Moldóvu á morgun mánud. kl. 13:00 og er það hreinn úrslitaleikur um sæti í lokakeppninni í Kína á næsta ári. Við FRAMarar sendum því drengjunum góða strauma og vonum að Helgi og félagar í U-15 verði á skotskónum og leggji allt í leikinn á morgun.
ÁFRAM ÍSLAND