fbpx
Sigurbjörn með ræðu

Öruggur sigur FRAM á KA/Þór fyrir norðan

Reymeistarar2013KAÞór – FRAM  20. október 2013
Leikmenn FRAM
Markmenn:                        Sunneva Einarsdóttir og Hildur Gunnarsdóttir.
Aðrir leikmenn:                 Hulda Dagsdóttir, Hafdís Shizuka Iura, Ragnheiður Júlíusdóttir, Íris Kristí,  Smith, Guðrún Jenný Sigurðardóttir, Sigurbjörg Jóhannsdóttir, María Karlsdóttir, Steinunn Björnsdóttir og Jóhanna Björk Viktorsdóttir.

Síðbúinn pistill um leik KAÞór og FRAM sem fór fram s.l. sunnudag, 20. október 2013.

Það var frekar þunnskipaður hópur meistaraflokks kvenna sem lagði af stað kl. 7:30 frá FRAMhúsinu á sunnudagsmorgun.  Förinni var heitið norður á Akureyri til að leika við lið KAÞórs í OLÍS deild kvenna í 6. umferð deildarinnar.  Við tók viðburðalítil ferð norður með hefðbundnu stoppi á uppáhaldsstað meistarflokka kvenna, Blönduósi.

Lið KAÞórs hefur farið vel af stað á heimavelli í OLÍSdeildinni í vetur og hafði unnið báða sína heimaleiki fram að þessum leik.

Það vantaði ansi marga af leikmönnum FRAM í hópinn.  Ásta Birna meiddist á æfingu í síðustu viku og óvíst hvenær hún verður leikfær.  Marthe var bundinn í vinnu.  Karólína, Elva og Kristín allar staddar í Rússlandi með Verslunarskóla Íslands og Hekla einnig erlendis.  Inni hópinn komu þess í stað yngri leikmenn eins og Íris, Jóhanna, Hulda og Guðrún Jenný.

Leikurinn fór ansi fjörlega af stað.  Bæði lið sóttu hratt og sóknirnar voru stuttar.  Liðin skiptust á að skora og eftir um 10 mínútna leik var staðan 6 – 6.  Þá spýtti FRAM í lófana og skoraði ein 11 mörk það sem eftir lifði hálfleiksins meðan KAÞór skoraði ekki nema 2 mörk.  Staðan var því 8 – 17 í hálfleik FRAM í vil.

Munurinn hélst áfram að aukast í upphafi seinni hálfleiks og eftir um 10 mínútna leik þá var staðan orðin 11 – 24.  Heldur dróg KAÞór á um miðjan hálfleikin en undir lok leiksins jók FRAM aftur muninn og sigraði örugglega 21 – 36.

Vörn FRAM hefði ef til vill mátt vera aðeins öflugri á köflum í leiknum en stóð sig annars ágætlega.  Sóknarlega sýndi FRAM oft ljómandi góðan leik og fékk fjöldann allana af hraðaupphlaupum.  Alls nýtti FRAM 18 hraðaupphlaup og hraða miðju í leiknum.

Sigurbjörg fór á kostum í leiknum og skoraði ein 12 mörk, þar af 8 mörk úr vítum.  Annars er ekki hægt að taka neinn leikmann út úr í leiknum.  Liðið spilaði vel og var sama hver var inná  allir börðust sem einn maður.

Sunneva var í markinu í um 45 mínútur og varði 14 bolta og fékk á sig 14 mörk eða með 50% markvörslu.  Hildur var í markinu síðustu 15 mínúturnar og varði 6 bolta og fékk á sig 7 mörk sem gerir rétt tæplega 50% markvarsla.

Mörk FRAM skoruðu:     Sigurbjörg 12 (8 úr vítum), Ragnheiður 5, María 5, Jóhanna 5, Steinunn 4, Íris 3, Hafdís 1 og Hulda 1.

Eftir leik var síðan lagt af stað aftur suður og komið að FRAMhúsinu við Safamýri um kl. 23:00.  Sextán tíma ferðalagi var lokið og gott að þessari ferð var lokið.  Undirritaður getur ekki annað en tekið hatt sinn ofan fyrir liði KAÞór að leggja slíkt ferðalag á sig í annarri hvorri umferð.

Nú verður smá hlé á deildinni vegna landsliðsverkefna.  Næsti leikur er heimaleikur á móti Val sem fer fram fimmtudaginn 31. október n.k.

Vatnsberinn

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!