Ásta Birna Gunnarsdóttir fyrirliði FRAM, einn okkar best og reyndasti leikmaður verður frá æfingum og keppni það sem eftir lifir af þessu keppnistímabili. Fremra krossband í hné Ástu er slitið og liðþólinn eitthvað skaddaður þannig að það er ljóst að Ásta þarf að gangast undir aðgerð á næstunni vegna þessara meiðsla. Ásta fetar þar með í fótspor bróður síns Þorra en hann sleit krossbönd í hné á síðasta tímabili. Þetta er töluvert áfall fyrir okkur FRAMara að missa Ástu en hún mun örugglega mæta tvíelfd til leiks um leið og hnéð verður tilbúið. Við óskum Ástu góðs bata.
ÁFRAM FRAM