Einar Bjarni Ómarsson sem lék með KV í 2. deildinni í sumar skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Fram. Einar Bjarni sem er 23 ára er örvfættur og getur bæði leikið í vörn og á miðju.
Hann lék 20 leiki með KV í sumar og skoraði í þeim 8 mörk. Hann var valinn besti leikmaður 2. deildar nú í haust af leikmönnum og þjálfurum deildarinnar.
Einar Bjarni varð Íslandsmeistari með KR í 2. flokki en í meistaraflokki hefur hann leikið með Gróttu auk KV.
Fram bíður Einar Bjarna velkominn í Safamýrina.