fbpx
Elías vefur

ÍBV – FRAM, 30 – 25

Sigfús

Jæja það gekk á ýmsu í leiknum í Eyjum í dag.  Fyrri hálfleikur var alveg bærilegur framan af, en í stöðunni 10-12 og 23 mín búnar af fyrri hálfleik, fór allt í baklást.  FRAM drengirnir töpuðu þá boltanum í 7 eða  8 sóknum í röð og fæstar sóknirnar enduðu með skotum á mark sem er vísir á vandræði.  Staðan í hálfleik 15-13.

Það má segja að vandræðin hafi haldið áfram í þeim seinni  margir tæknifeilar og margar sóknir sem ekki enda með skotum á mark.  Eyjamenn gengu því á lagið og náðu öruggri forrustu sem þeir létu aldrei af hendi.
Lokatölur 30-25.
Lauslega áætlað eru tapaðir boltar í þessum leik um 20, nóg að gera hjá Magnúsi Stef á bekkum að merkja við og setja í leikgreiningarskýrslu sína. En enn og aftur er ekki hægt að taka það frá okkar mönnum að þeir eru að berjast og reyna allt hvað þeir geta,“ en drengir“, það þarf að nota höfuðið líka og vanda sig.  Það þarf að vinna í því að  fækka tæknilegum misstökum og ég er sannfærður um að það mun gerast, þetta tekur allt smá tíma, þið fáið hann, en nýtið hann vel.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!