fbpx
Osvald og Bjarni

Ósvald Jarl fimmti ungi leikmaðurinn sem gerir samning við Fram

Osvald og Bjarni  IIÓsvald Jarl Traustason, fæddur 1995, skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Fram. Hann er fimmti ungi leikmaðurinn sem gerir samning við Fram á einni viku. Ósvald Jarl kemur til félagsins frá Breiðablik þar sem hann er uppalinn, en hann leikur í stöðu vinstri bakvarðar.
Hann hefur ekki spilað með Breiðablik í meistaraflokki en hann var lánaður til Leiknis í félagaskiptaglugganum í júlí þar sem hann spilaði 8 leiki í 1. deildinni.
Ósvald Jarl hefur spilað 13 leiki með U17 ára landsliði Íslands og 10 leiki með U19, þar af tvo sem fyrirliði liðsins. Í öllum þessum 23 landsleikjum hefur Ósvald verið byrjunarliðsmaður.
Fram fagnar komu þessa efnilega leikmanns í herbúðir félagsins.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0