fbpx
Osvald og Bjarni

Ósvald Jarl fimmti ungi leikmaðurinn sem gerir samning við Fram

Osvald og Bjarni  IIÓsvald Jarl Traustason, fæddur 1995, skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Fram. Hann er fimmti ungi leikmaðurinn sem gerir samning við Fram á einni viku. Ósvald Jarl kemur til félagsins frá Breiðablik þar sem hann er uppalinn, en hann leikur í stöðu vinstri bakvarðar.
Hann hefur ekki spilað með Breiðablik í meistaraflokki en hann var lánaður til Leiknis í félagaskiptaglugganum í júlí þar sem hann spilaði 8 leiki í 1. deildinni.
Ósvald Jarl hefur spilað 13 leiki með U17 ára landsliði Íslands og 10 leiki með U19, þar af tvo sem fyrirliði liðsins. Í öllum þessum 23 landsleikjum hefur Ósvald verið byrjunarliðsmaður.
Fram fagnar komu þessa efnilega leikmanns í herbúðir félagsins.

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!