Tveir af reynslumestu leikmönnum Fram, miðvörðurinn Bjarni Hólm 29 ára og miðjumaðurinn Viktor Bjarki Arnarsson 30 ára, framlengdu samninga sína við Fram í vikunni. Bjarni til ársins 2015 og Viktor Bjarki til 2016. Fram fagnar því að hafa náð samningum við þessa leikmenn sem eru mikilvægir í framtíðaráætlunum félagsins.
Fram hefur á undanförnum vikum samið við sjö unga leikmenn en mikilvægt er að tryggja að reynsla sé til staðar í hópnum og eru nýir samningar við Bjarna og Viktor Bjarka liður í því.
Share this post
Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email