Einar Már Þórisson sem leikið hefur með KV tvö undanfarin ár skrifaði nú í kvöld undir þriggja ára samning við Fram. Einar Már sem er 22. ára gamall er uppalinn í KR og varð hann m.a. Íslands- og bikarmeistari með 2. flokki KR. Einar Már getur bæði spilað á vinstri og hægri kanti. Bjarni Guðjónsson þjálfari Fram er ánægður með liðsaukann. „Ég fylgdist með Einar Má þegar hann byrjaði að æfa með meistaraflokki KR á sínum tíma. Það fór ekkert á milli mála að þar fór mikið efni. Hann náði hins vegar ekki í gegn en hann virðist hafa þroskast mikið með KV á síðustu tveimur árum og það er ánægjulegt. Einar Már er beinskeittur leikmaður sem er óhræddur að taka menn á og hann getur gefið fyrir og skotið bæði með hægri og vinstri fæti.“
Fram býður Einar Má velkominn í Safamýrina.
Share this post
Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email