Bjarni Guðjónsson, sem ráðinn var þjálfari Fram þann 9. október, stjórnaði sinni fyrstu æfingu síðdegis í dag. Ríflega 20 leikmenn voru á æfingunni þar af mörg ný andlit enda Bjarni og stjórn félagsins verið dugleg við að semja við nýja leikmenn á sama tíma og nokkrir sem hafa verið lengi í herbúðum félagsins hafa horfið á braut. Bjarni var hæst ánægður með æfinguna. “Ég var spenntur fyrir en þetta var ennþá skemmtilegra en ég átti von á. Tempóið á æfingunni var gott og ég var ánægður með það sem strákarnir buðu upp á. Það eru skemmtilegir tímar framundan hér í Safamýrinni.”
Meðfylgjandi eru myndir af fyrstu æfingu Bjarna Guðjónssonar sem þjálfara.