fbpx
Tryggvi

Tryggvi Sveinn Bjarnason til Fram

Tryggvi Sveinn Bjarnason-160183Miðvörðurinn Tryggvi Sveinn Bjarnason sem leikið hefur með Stjörnunni undanfarin ár hefur skrifað undir þriggja ára samning við Fram. Tryggvi sem er þrítugur að aldri er gríðarlega reynslumikill leikmaður. Hann hefur leikið 203 leiki í deild og bikar með KR, ÍBV og Stjörnunni og skorað í þeim 17 mörk. Tryggvi á að baki 9 landsleiki með U21, 3 með U19 og 9 með U17. Það er ljóst að Tryggvi Sveinn kemur með mikla reynslu inn í ungt lið Fram, hann er stór og stæðilegur miðvörður sem skorar reglulega. Bjarni Guðjónsson þjálfari Fram er mjög ánægður með liðstyrkinn. „Tryggvi er öflugur leikmaður og mikill karkater sem verður án efa einn af burðarásunum í okkar liði.“

Fram býður Tryggva Svein Bjarnason velkominn í Safamýrina.

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!