fbpx
Marta flott vefur

FRAM – Afturelding 28 – 22, Pistill

María KarlsÍ gærkvöldi lék meistaraflokks kvenna FRAM gegn UMFA.  Um var að ræða leik sem fara hefði átt fram helgina sem FRAM verður í Ungverjalandi að keppa í Evrópukeppninni.
Leikurinn hófst fjörlega og liðin skiptust á að skora.  FRAM náði tveggja til þriggja marka forystu fljótlega sem hélst til hálfleiks, en þá var staðan 13 – 11 FRAM í vil.
Í upphafi seinni hálfleiks jafnaði UMFA metin strax 13 – 13.  Þá hins vegar kom FRAM aftur til leiks eftir hálfleikshléið og náði forystu að nýju.  Um miðjan hálfleikinn var forystan orðin fimm mörk.  Sá munur hélst að mestu óbreyttur út leikinn, sem lauk með nokkuð öruggum sigri FRAM 28 – 22.
Það var margt þokkalega gert í þessum leik.  Vörnin stóð lengst af vel, en það var helst Hekla Daðadóttir sem fékk að leika lausum hala í sókninni hjá UMFA.  Í sókninni sáust einnig oft ágætis tilþrif, sem þýðir að vísu að inná milli var sóknarleikurinn ekki nógu góður.
FRAM nýtti ein tólf hraðaupphlaup og hraða miðju í leiknum, þ.e. sem annað hvort gáfu mark eða víti.

Það var hins vegar eins og væri eitthvað slen yfir mannskapnum á köflum í leiknum.  Hvort að FRAM liðið hafi í raun ekki reiknað með mótspyrnu frá UMFA skal ósagt látið, en FRAM þurfti að hafa vel fyrir þessum sigri.  Það virðist seint lærast að undirbúningur fyrir leik (á leikdegi) þarf alltaf að vera í lagi, hvort sem leikið er gegn toppliðum Vals og Stjörnunnar eða gegn lægra skrifuðum liðum í deildinni.  Ef leikmenn koma ekki tilbúnir í hvern einasta leik, þá endar það með því að menn reka sig illa á vegg.

Í heildina var það ánægjulega sem fékkst út úr þessum leik að ná í tvö stig.  Einnig eru hinir ungu leikmenn meistaraflokks í raun að fá eldskýrn sína í þessum leikjum, þar sem ábyrgðin er þeirra í leikjunum.

Sunneva var í markinu lengst af leiknum og varði 13 bolta og fékk á sig 22 mörk sem gerir um 37% markvörslu.

Mörk FRAM skoruðu:     Sigurbjörg 8 (3 úr vítum), Marthe 7, Ragnheiður 6, María 3, Hafdís 1, Karólína 1, Hekla 1 og Elva 1.

 

 

Næsti leikur er útileikur á móti Selfossi, laugardaginn 9. nóvember n.k. kl. 13:30.

 

vatnsberinn
María Karls

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!