fbpx
Ólafur Magnússon vefur

Fundur með stuðningsmönnum FRAM á fimmtudag kl. 19:30, FRAM – ÍR. Láttu sjá þig !

Kl. 19:30 á fimmtudag verður fundur í FRAMhús fyrir stuðningsmenn FRAM,  þar mun Magnús Ingi Stefánsson liðstjóri og tölfræði gúrú, fara yfir tölfræð í leikjum  FRAM í vetur.

Farið verður yfir leikina og helstu stærðir í þeim skoðaðar.  Rætt um liðið og spekúlerað um framhaldið.

Magnús var með góðan fund fyrir leikinn á móti Haukum um daginn og mæltist hann vel fyrir. Þjálfarinn mætti á fundinn og fór yfir það helsta sem hann vildi leggja áherslu á í leiknum og var það fróðlegt í ljósi þess að leikurinn vannst á skemmtilegan hátt eins og margir muna.

Það væri því gaman að sjá sem flesta stuningsmenn FRAM mæta á fimmtud. Kl. 19:30, ræða málin og velta vöngum yfir kaffisopa og kleinum.

Þjálfara FRAM ætla svo að reyna að  kíkja við eftir atvikum og segja frá áherslum sínum.

Láttu sjá þig  og allir velkomnir !

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!