FRAM – ÍR
26(12) – 23(7)
Nú eru tölfræðigögn að safnast upp hjá okkur og greinilegt er að til að vinna leik þarf að vera til staðar:
- Markvarsla yfir 43%
- Skotnýting yfir 60%
- Haukaleikur undantekning
- Sóknarnýting kringum 50%
- Tapaðir boltar undir 10
Að sjálfsögðu er fullt af öðrum þáttum sem þurfa aðkoma til, eins og stolnir boltar, varðir boltar í vörn, stoðsendingar útileikmenn/markmenn, fjöldi fríkasta og stuðningur áhorfanda.
Við erum búnir að vinna 3 af 4 leikjum á heimavelli sem segir hvað? Gæti það verið stuðningur áhorfanda sem gerir útslagið?
Það er alltaf hægt að leika sér með tölur fram og tilbaka en á endanum er það heildarumhverfið sem skiptir máli.
Leikmenn, þjálfarar, aðstoðarmenn, fjölskyldur, starfsmenn, stuðningsmenn, heimavöllur/útivöllur.
Hvað getum við gert betur til að styðja við strákana og stelpurnar okkar, bætt umhverfi þeirra og þar með árangur. Það er nefnilega öll liðsheildin sem skiptir máli, innan vallar og utan.