fbpx
Reymeistarar2013-fors

Tveir Evrópuleikir hjá mfl. kvenna um helgina, leikið í Ungverjalandi

Reymeistarar2013Meistaraflokkur kvenna FRAM heldur á miðvikudaginn til Ungverjalands til að leika þar í 3. umferð EHF Cup í vetur.

FRAM sigraði enska liðið Olympia frá London nokkuð örugglega í 2. umferð í tveimur leikjum sem fóru báðir fram hér á landi í október s.l.

En nú er sem sagt komið að 3. umferðinni og mótherjarnir eru lið Köfem Sport Club, frá borginni Szekesfehervar í Ungverjalandi.  Þetta er sama liðið sem FRAM lék við fyrir tveimur árum í Cup Winners cup en hét þá Alcoa FKC.  FRAM tapaði báðum leikjunum fyrir liðinu fyrir tveimur árum, þeim fyrri 22 – 31 og þeim síðari 26 – 29.

Köfem Sports Clup er nú samkvæmt heimildum FRAM í 5. til 6. sæti ungversku deildarinnar, og er því væntanlega um gríðarlega sterkt lið.  Einnig benda þær upplýsingar sem þjálfarar FRAM hafa náð að verða sér úti um til hins sama.  Ungverska kvennadeildin er mjög öflug og nægir þar að nefna lið eins og Györi sem er taplaust í sínum riðli í meistaradeild Evrópu í vetur.

Nú eins og fyrir tveimur árum fara báðir leikirnir fram í Ungverjalandi.  Fyrri leikurinn fer fram föstudaginn 15. nóvember og er kl. 18:00 að ungverskum tíma (líklega 17:00 að íslenskum).
Seinni leikurinn fer fram degi síðar laugardaginn 16. nóvember kl. 15:00 að ungverskum tíma.
Heimasíða félagsins er www.fkc.hu

Góða ferð stelpur !

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0