Nú í kvöld náðist samkomulag milli FRAM og Celtic um kaupverð á leikmanni okkar Framara Hólmberti Aroni Friðjónssyni. Nú þurfa skosku meistararnir að ná samningum við leikmanninn um kaup og kjör til að félagaskiptin gangi í gegn.
FRAM samgleðst innilega með Hólmberti sem kom til okkar 18 ára gamall í júlí 2011 og hefur síðan þá fengið að þroskast og dafna sem leikmaður í úrvalsdeild. Hólmbert átti frábært tímabil með Fram í sumar, skoraði 10 mörk í Pepsi-deildinni og 3 í bikarkeppninni en hann átti einmitt stórleik þegar Fram varð bikarmeistari í ágúst eftir magnaðan sigur á Stjörnunni.
FRAM fagnar því þegar leikmenn félagsins ná því takmarki að komast í atvinnumennsku erlendis og félagið mun hér eftir sem hingað til reyna að stuðla að því að sem flestir leikmenn okkar nái að uppfylla þann draum. Vel gert Hólmbert !
Gangi þér sem allra best á nýjum vígstöðvum og takk fyrir frábæran tíma í FRAM.
Share this post
Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email