fbpx
Stefán darri vefur

Mikilvægur sigur á Akureyri í kvöld

Fram-ÍR 201012Það voru tvö dýrmæt stig sem unnust í FRAMhúsinu í kvöld þegar við FRAMarar tókum á móti Akureyri. Leikurinn var eins og við mátti búast mikill baráttu leikur enda tvö lið sem eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni.

Leikurinn  í kvöld var ágætur, Akureyri byrjaði aðeins betur en við FRAMarar jöfnuðum fljótt og náðum fljótlega yfirhöndinn í leiknum og leiddum í hálfleik 13-10. Útlitið var því gott og maður hafði það á tilfinningunni að þessi leikur myndi vinnast. Vörnin var góð og allir leikmenn FRAM að leggja sig 100% í verkefnið, það hefur verið uppskriftin að sigrum í síðustu leikjum.

Seinni hálfleikurinn spilaðist eins og við vonuðumst eftir, drengirnir okkar mættu á fullu og náðu fljótlega góðu forskoti í síðari hálfleikinn.  Mestur var munurinn 5 mörk og í þeirri stöðu leit þetta mjög  vel út, en eins og stundum vill gerast þá slökuðum við of fljótt á klónni og Akureyri gekk á lagið. Við nýttum illa að vera einum fleiri og einstaklings framtak Akureyrar fór að bera árangur þegar við sofnuðum á verðinum. Sveinn fékk svo þriðju brottvísunina þegar 10 mín. voru eftir og þá lentum við í smá vandræðum sóknarlega en héldum sjó og kláruðum þennan leik með príði. Vörnin var góð allan tímann, markvarslan góð að mestu og sóknin alveg þolanleg en í heildina séð þá getum við spilað betur en í kvöld, það er klárt. Það sem stendur upp úr, enn og aftur er gríðarleg vinnusemi og dugnaður okkar leikmanna, ótrúlega flottir drengir sem við eigum á öllum aldri.

Flottur sigur í kvöld  FRAMarar

 

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!