Þetta var fyrri leikur liðanna en sá seinni er á morgun. Eftir mínum heimildum stóðu stelpurnar sig vel og spiluðu ágætalega í þessum leik. Köfem er einfaldlega með betra lið en við núna. Eins og það var orðið ” þetta var heiðarleg frammistaða”. Staðan í hálfleik var 10 -18 og róðurinn erfiður í þeim seinni og loka staðan eins og áður sagði 20 -34. Ragnheiður Júlíusdóttir átti góðan leik og skoraði mikið, stelpan var með 9 slummur, geri aðrir betur í sínum fyrsta Evrópuleik. Sunneva stóð í markinu og stóð sig vel varði 16 bolta ekkert yfrir því að kvarta enda eins gott því Hildur markvörður var eitthvað slöpp í dag og eyddi mestum sínum undirbúningi í rúminu.
Það er því ljóst að leikurinn á morgun fer bara í reynslubankann góða og sendum við ykkur góðar kveðjur til Ungverjalands, gangi ykkur vel stelpur. Áfram FRAM.
Helstu tölur úr leiknum
ragnheiður með 9 mörk
hekla 3
sigurbjörg 3
Hafdís 2
marta 1
kristin 1
maría 1
Sunna með 16 varinn
Fylgist með á morgun kl.14:00.
ÁFRAM FRAM