fbpx
Ragnheiður í leik vefur

Köfem Sport – FRAM 36 – 22, í seinni leiknum, Ragnheiður setti 9 mörk

Ragnheiður Júlísud.Stelpurnar byrjuðu leikinn í dag vel og voru 6 – 2 yfir  eftir 10 mín leik. Síðan tóku Ungverjarnir við sér og voru
komnir í 8-7 eftir 20 mín og staðan í hálfleik 14-11.
Stelpurnar eru  að leika mun betur  í dag og staðan eftir 40 mín  21 -17. Bara flottur leikur hjá okkar stúlkum núna að sögn heimildarmanna í Ungverjalandi.
Staðan eftir 50 mín er 28- 20 og Ungverjarnir að taka þetta, keyra á okkur grimmt núna.
Þær ungversku spýttu heldur betur í lófana á loka kaflanum og sýndu klærnar, síðustu 15 mín leiksins. Á þeim kafla fengum við nokkrum sinnum 2 mín. brottvísanir og felstar af þeim heldur ódýrar. Okkar menn mjög óhressir með dómara leiksins sem voru slakir og fóru auðveldu leiðina og dæmdu með heimaliðinu þegar við vorum að ná í skottið á þeim. En ekkert við þessu að gera tap í tveimur leikjum og Evrópuævintýrið búið þetta árið.  Lokatölur 36 – 22.

Þessir leiki fara í reynslubanka okkar leikmanna og þær eiga örugglega eftir að vinna leiki á þessum slóðum í framtíðinni.
FRAM kisurnar eru flottastar.

Ragnheiður var með 9 mörk , Sigurbjörg  5, María  2, Marta 2, Hekla 2, Elva og Hafdís með 1 mark.

Sunneva í markinu með 10 varða bolta.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!