fbpx
Hólmbert í Celtic vefur

Hólmbert orðinn leikmaður Celtic

Hólmbert í CelticHólmbert Aron Friðjónsson fyrrverandi leikmaður FRAM skrifaði í morgun undir 3 ára samning við skosku meistarana í Celtic. Hólmbert var kátur þegar fram.is heyrði í honum nokkrum mínútum eftir undriskrift samningsins í Glasgow. “Ég er hrikalega ánægður og stoltur að vera búinn að skrifa undir samning við Celtic og get ekki beðið eftir að byrja á fullu. Ég vil þakka Fram fyrir að gefa mér tækifæri til að taka skrefið upp í betri deild og bæta mig sem leikmaður“, sagði nýjasti atvinnumaður Íslendinga glaðbeittur.
Hólmbert Aron kom til FRAM í júlí 2011. Hann spilaði 50 leiki í deild og bikarkeppni með FRAM og skoraði í þeim 14 mörk, þar af komu 13 á síðasta sumri. FRAM þakkar Hólmberti afar ánægjulega samfylgd og félagið er stolt af því að eiga þátt í því ferli sem nú skilar sér í þriggja ára atvinnumannsamningi við stórveldið í Glasgow.

Til hamingju Hólmbert og gangi þér sem allra best á nýjum slóðum.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!