Það er varla að maður nenni að skrifa um svona leik svo slakur var hann frá fyrstu mínútu. Það var eins og okkar menn hefðu engann áhuga á þessu verkefni og því fór sem fór. Leikuirnn byrjaði illa og endaði illa og allt þar á milli var gert af hálfum hug og maður hafði það á tilfinningunni að þessi leikur færi illa. Vörnin var ekki góð, markvarslan slök og sókin gekk illa. Það vantaði að vísu Siffa sem er meiddur á fingri en það átti ekki að koma að sök í kvöld ef aðrir leikmenn hefðu risið upp og skilað sínu. Hk drengir leiddu allan leikinn og staðan í hálfleik var 10-8. Maður var að vona að okkar menn myndu mæta til leiks í síðari hálfleik en svo var ekki. Sami aulagangurinn hélt áfram og við náðum aldrei tökum á því sem við vorum að reyna að gera og lokatölur í þessum leik 22-19.
Það var enginn sem stóð upp úr í dag allir leikmenn áttu slakan dag og hugarfarið í þessum leik fyrir neðan allar hellur, bráttan og dugnaðurinn sem strákarnir hafa sýnt okkur í síðustu leikjum var ekki til staðar og þá er voðinn vís. Það gengur ekki að mæta til leiks með þessum hætti drengir við verðum allir að vera á fullu og mæta brjálaðir í alla okkar leiki, þá gengur maður alltaf sáttur af velli. Dómarar í kvöld voru Arnar og Svavar og guð hálpi þeim ef þeim ætla að dæma á þessu nótum í meistardeild Evrópu, það er nú allt sem ég hef um það að segja.
ÁFRAM FRAM