Framherjinn Guðmundur Magnússon skrifaði í kvöld undir þriggja ára samning við uppeldisfélag sitt, FRAM. Guðmundur, sem er 22 ára, á að baki 42 leiki í úrvalsdeild með FRAM og 16 leiki með Víking Ólafsvík þar sem hann hefur leikið undanfarin tvö ár. Þá lék Guðmundur í liði Víkings Ólafsvíkur sem tryggði sætið í úrvalsdeild sumarið 2012. Hann á 8 leiki með U19 ára liði Íslands og 4 með U17. FRAM fagnar heimkomu Guðmundar sem er mikilvægur hluti af því uppbyggingarstarfi sem á sér stað innan félagsins.