fbpx
Sigurbjörg í leik

Flottur sigur gegn Gróttu

OLÍS-deild kvenna  Grótta – FRAM
Föstudagur 22. nóvember 2013, kl. 18:00

Leikmenn FRAM: Sunneva Einarsdóttir, Hildur Gunnarsdóttir, Hildur Marín Andrésdóttir, Hafdís Shizuka Iura, Karólína Vilborg Torfadóttir, Hekla Rún Ámundadóttir, Marthe Sördal, Ragnheiður Júlíusdóttir, Íris Kristín Smith, Sigurbjörg Jóhannsdóttir, María Karlsdóttir, Elva Þóra Arnardóttir, Kristín Helgadóttir og Jóhanna Björk Viktorsdóttir.

Í gærkvöldi héldu FRAM-stúlkur vestur á Seltjarnarnes til að etja kappi við spútninklið Gróttu í OlÍS-deild kvenna.

Lið Gróttur hefur verið á miklu skriði í vetur og var fyrir leikinn í 3. sæti deildarinnar með 15 stig eftir 9 leiki.  Grótta vann stórsigur um síðustu helgi á liði FH 36 – 22.

FRAM skrapp hins vegar til Ungverjalands um síðustu helgi og lék þar tvo leiki í EHF keppninni.  FRAM liðið var fyrir leikinn í 5. sæti deildarnnar með 12 stig.

Leikurinn í gærkvöldi byrjaði rólega og jafnræði var með liðunum.  Eftir um 10 mínútna leik var FRAM með forystu 4 – 3.  Upp úr miðjum hálfleiknum náði FRAM smá forustu en Grótta jafnaði fyrir hlé og var staðan þá 12 – 12.

Grótta byrjaði seinni hálfleikinn betur og hafði yfirhöndina framan af.  Það munaði þó aldrei miklu á liðunum.  FRAM komst yfir upp úr miðjum hálfleiknum og komst yfir 21 – 19 þegar skammt var til leiksloka.  Þá hófust æsispennandi lokamínútur.  Grótta jafnaði leikinn 21 – 21.  FRAM komst aftur yfir 22 – 21 en Grótta jafnaði strax aftur.  FRAM fékk síðan tækifæri til að skora sigurmarkið úr síðustu sókninni þegar um mínúta var til leiksloka.  Þegar um 15 sekúntur voru til leiksloka fékk FRAM aukakast.  Stillt var upp fyrir Ragnheiði.  Leikmaður Gróttu rauk hins vegar út úr vörninni og fékk umsvifalaust tveggja mínútna brottvísun.  FRAM gat því spilað síðustu 10 sekúnturnar og Ragnheiður skoraði sigurmark FRAM þegar 2 sekúntur voru eftir með hörkuskoti utan af velli.

Þetta var góður sigur liðsheildarinnar í kvöld og verður að hrósa öllu FRAM liðinu fyrir þennan leik.

Varnarleikurinn var stórgóður lengst af og skipti þá ekki máli hver var að spila í vörninni hverju sinni.  María, Elva, Hafdís, Sigurbjörg, Karólína, Hekla, Marthe og Ragnheiður stóðu þar lengst af vaktina og stóðu sig vel.  Grótta skoraði til að mynda einungis tvö mörk í síðari hálfleik úr uppstilltri sókn í síðari hálfleik, önnur mörk þeirra komu eftir hraðaupphlaup eða úr vítum.

Sóknin var einnig ljómandi á stórum köflum.  Leikmenn gerðu þó helst til mikið af mistökum í sendingum manna á milli.  Sigurbjörg var að venja trauts á miðjunni og stjórnaði sóknarleiknum.  Marthe og Hekla voru einnig öruggar í sínum leik í hornunum og Marthe skoraði einnig mjög góð mörk úr hraðaupphlaupum.  María stóð sig vel á línunni ásamt því að vera fyrnasterk í vörninni.  Hafdís Iura skoraði mjög miklivæg mörk um miðjan seinni hálfleikinn.  Ragnheiður skoraði einnig góð mörk og síðast en ekki síst sigurmarkið í lokin.

Sunneva stóð í markinu allan leikinn og varði eina 16 bolta þar af 1 víti.

Mörk FRAM:      Sigurbjörg 9 (4), Ragnheiður 6, Hafdís 3, Marhe 2, Hekla 1, María 1 og Elva 1.

Í heildina frábær sigur í ágætisleik þar sem allir börðust af krafti allan tímann sem skilaði þegar upp var staðið tveimur stigum í töfluna.  Þetta þýðir að FRAM verður enn í baráttu um eitt af fjórm efstu sætunum í deildinni í vetur.  Sigur sem sýnir hvar FRAM ætlar að vera í vetur þ.e. í toppbaráttu.

Sigur liðsheildarinnar.

Vatnsberinn

 

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!