Stelpurnar okkar í 3. fl.kv. urðu í gær Reykjavíkurmeistarar í handbolta. Stelpurnar léku við Fylki til úrslita og var leikið að Hlíðarenda. Leikurinn var spennandi og skemmtilegur. Liðin skiptust á hafa forrustu í leiknum sem var spennandi enda tvö hörku lið að eigast við. Það fór svo að lokum að okkar stelpur unnu sætan sigur.
Til hamingju stelpur.