fbpx
Elías vefur

Frábær sigur á Val 21 – 20

IMG_0688Það var barist um heiður höfuðborgarinnar, “mont”-réttinn í Reykajvík, hér í Safamýrinni í kvöld. Leikurinn er síðasti heimaleikur okkar FRAMarar á BIKAR-ÁRINU 2013 og það endaði eins það byrjaði með flottum sigri á Hliðarenda piltum.

Leikurinn í kvöld var að mestu góður við byrjuðum vel og höfðum að mestu yfirhöndina í fyrri hálfleik, vorum yfir  en gerðum okkur seka um að nýta ekki færin sem við vorum þó að skapa okkur. Staðan var því  10-11 í hálfleik sem var algjör óþarfi, en hvað um það.
Við byrjuðum seinni hálfleikinn frekar illa og misstum aðeins tökin á leiknum og Hlíðarenda piltar gengu á lagið og útlitið ekki gott eftir 15 mín.  En enn og aftur sýndu strákarnir okkar frábæra frammistöðu, þeir skelltu í lás í vörninn, markvarslan kom með og við tókum völdin á vellinu. Síðustu 10 mín leiksins voru okkar og virkilega gaman að fylgjast með FRAM liðinu þegar þeir eru í þessum ham.  Við vorum samt klaufar að klára ekki leikinn fyrr því við fórum illa með færin sem við sköpuðum en frábær sigur.  Við vorum drullu flottir í kvöld, spiluðum eins og við getum best, börðumst eins og ljón allan leikinn og uppskárum eftir því, búnir að vinna alla heimaleikina í vetur.

Það var gaman að enda bikarárið 2013 með sigri á heimavelli en liðið á eftir að leika tvo útileiki núna í desember gegn Haukur eftir viku og síðan gegn Aftureldingu í Coka Cola-bikarnum.  Tveir mjög erfiðir leikir og þá gildir að halda haus.

Glæsliegt  drengir, flottir í kvöld,  ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!