fbpx
Elías vefur

Frábær sigur á Val 21 – 20

IMG_0688Það var barist um heiður höfuðborgarinnar, “mont”-réttinn í Reykajvík, hér í Safamýrinni í kvöld. Leikurinn er síðasti heimaleikur okkar FRAMarar á BIKAR-ÁRINU 2013 og það endaði eins það byrjaði með flottum sigri á Hliðarenda piltum.

Leikurinn í kvöld var að mestu góður við byrjuðum vel og höfðum að mestu yfirhöndina í fyrri hálfleik, vorum yfir  en gerðum okkur seka um að nýta ekki færin sem við vorum þó að skapa okkur. Staðan var því  10-11 í hálfleik sem var algjör óþarfi, en hvað um það.
Við byrjuðum seinni hálfleikinn frekar illa og misstum aðeins tökin á leiknum og Hlíðarenda piltar gengu á lagið og útlitið ekki gott eftir 15 mín.  En enn og aftur sýndu strákarnir okkar frábæra frammistöðu, þeir skelltu í lás í vörninn, markvarslan kom með og við tókum völdin á vellinu. Síðustu 10 mín leiksins voru okkar og virkilega gaman að fylgjast með FRAM liðinu þegar þeir eru í þessum ham.  Við vorum samt klaufar að klára ekki leikinn fyrr því við fórum illa með færin sem við sköpuðum en frábær sigur.  Við vorum drullu flottir í kvöld, spiluðum eins og við getum best, börðumst eins og ljón allan leikinn og uppskárum eftir því, búnir að vinna alla heimaleikina í vetur.

Það var gaman að enda bikarárið 2013 með sigri á heimavelli en liðið á eftir að leika tvo útileiki núna í desember gegn Haukur eftir viku og síðan gegn Aftureldingu í Coka Cola-bikarnum.  Tveir mjög erfiðir leikir og þá gildir að halda haus.

Glæsliegt  drengir, flottir í kvöld,  ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!